NBA dagsins: Stóru Eystrasaltsstrákarnir með stórleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 15:15 Kristaps Porzingis lék sérlega vel er Dallas Mavericks lagði San Antonio Spurs að velli. getty/Tom Pennington Stóru strákarnir frá Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen, Kristaps Porzingis og Jonas Valanciunas, áttu báðir stórleik í NBA-deildinni í nótt. Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00