Innlent

Fleiri kosið nú en í formannskjörinu 2017: Kosning stendur yfir til kl. 12 á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í formannskjörinu stendur valið á milli Ragnars Þórs Ingólfssonar og Helgu Guðrúnar Jónasdóttur.
Í formannskjörinu stendur valið á milli Ragnars Þórs Ingólfssonar og Helgu Guðrúnar Jónasdóttur.

Klukkan tíu í morgun höfðu 7.447 greitt atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR. Um 35.900 eru á kjörskrá og kosningaþátttaka hefur því náð 20 prósentum en hún var 17 prósent þegar kosið var til formanns árið 2017.

Kosningin stendur yfir til kl. 12 á morgun.

Tveir eru í framboði til formanns, Ragnar Þór Ingólfsson sitjandi formaður og Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur.

Ellefu sækjast eftir sæti í sjö manna stjórn stéttarfélagsins.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu VR hafa allir fullgildir VR-félagar atkvæðisrétt í kosningunum en á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn sem greiddu eitthvað félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti 50 mánuði af 60 á síðustu fimm árum áður en þeir urðu 67 ára.

Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á island.is.

Hér má finna upplýsingar um kosningarnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×