Körfubolti

Haukur öflugur í Evrópusigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi átti flottan leik í kvöld.
Haukur Helgi átti flottan leik í kvöld. twitter síða andorra

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik fyrir Morabanc Andorra sem vann öruggan sigur á Mornar Bar, frá Svartfjallalandi, í EuroCup bikarnum í körfubolta í kvöld, 89-61.

Andorra hóf leikinn af krafti og var þrettán stigum eftir fyrsta leikhlutann 23-10. Þeir enduðu á því að vinna alla fjóra leikhlutana og leikinn sjálfan með 28 stigum.

Haukur Helgi gerði þrettán stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar hjá Andorra sem er komið upp í annað sæti H-riðils, tímabundið að minnsta kosti.

Tryggvi Snær Hlinason gerði fjögur stig á þeim tæpum fimmtán mínútum sem hann spilaði í sigri Zaragoza á Brose Bamberg í Meistaradeildinni, 77-65.

Tryggvi tók þar að auki þrjú fráköst en Zaragoza hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×