Eflum fagmenntun verslunarfólks Jón Steinar Brynjarsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar