Körfubolti

Harry og Meghan pökkuðu saman Stjörnuleiknum í áhorfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry með bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna þriggja stiga skotkeppnina.
Stephen Curry með bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna þriggja stiga skotkeppnina. EPA-EFE/BUTCH DILL SHUTTERSTOCK

NBA deildin í körfubolta fékk enga venjulega samkeppni um áhorf á sunnudagskvöldið þegar Stjörnuleikurinn var haldinn með tilheyrandi viðhöfn.

NBA lenti þar á móti Oprah og þurfti að sætta sig við slæmt tap þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.

Stjörnuleikur NBA var sýndur á TNT sjónvarpsstöðinni og fékk alls 5,9 milljónir áhorfendur að leiknum.

Á sama tíma sýndi CBS stöðin viðtal Oprah við þau hjónakorn Harry og Meghan. Alls horfðu 17,1 milljón á það viðtal.

Þetta var lægsta áhorf á stjörnuleik NBA-deildarinnar í sögunni en átján prósent færri fylgdust með leiknum heldur en í fyrra.

Þarna kemur ekki bara inn í samkeppnin við Oprah heldur einnig áhorfendaleysið í salnum sem er ekki til að ýta undir skemmtanagildið.

NBA deildin tapaði samt ekki í öllum aldursflokkum því það var meira áhorf á leikinn heldur en viðtalið í flokki 18 til 34 ára. Það sýnir jafnframt hversu mikill áhugi var á viðtalinu hjá fólki 35 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×