Hvaðan koma vextirnir? Indriði Stefánsson skrifar 10. mars 2021 08:31 Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Íslenskir bankar Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun