Simons hafði betur gegn Obi Toppin, leikmanni New York Knicks, og Cassius Stanley sem leikur með Indiana Pacers. Hann er fyrsti leikmaður Portland sem vinnur troðslukeppnina.
Í síðustu tilraun sinni kyssti Simons nánast hringinn þegar hann tróð boltanum ofan í körfuna.
„Á æfingum kyssti ég aldrei hringinn en hugsaði með mér að ég yrði að reyna það,“ sagði Simons.
Anfernee Simons almost kissed the rim #ATTSlamDunk pic.twitter.com/1BXYOP8cJS
— NBA on TNT (@NBAonTNT) March 8, 2021
Önnur troðsla Simons var óður til hetjunnar hans, Tracy McGrady, en hann klæddist treyju með nafninu hans og hermdi eftir troðslu hans í troðslukeppninni árið 2000.
Anfernee Simons paid homage to T-Mac #ATTSlamDunk pic.twitter.com/HKQO8ZygnZ
— NBA on TNT (@NBAonTNT) March 8, 2021
Í dómnefnd troðslukeppninnar voru fimm fyrrverandi troðslumeistarar: Dominique Wilkins (1985, 1990), Spud Webb (1986), Dee Brown (1991), Jason Richardson (2002, 2003) og Josh Smith (2005).
Lið LeBrons James vann stjörnuleikinn gegn liði Kevins Durant, 170-150. Giannis Antetokounmpo var valinn maður leiksins en hann skoraði 35 stig og hitti úr öllum sextán skotum sínum utan af velli.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.