Varnarleysi gegn pólitískum skipunum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 8. mars 2021 07:31 Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar