Leikur dagsins var vægast sagt sveiflukenndur og voru heimamenn í Göttingen í frábærum málum fyrir síðasta leikhluta leiksins. Þá munaði fjórtán stigum á liðunum en Frankfurt voru nær óstöðvandi í fjórða leikhluta í dag.
Jón Axel og félagar unnu leikhlutann 31-13 og leikinn þar með 93-89. Frábær endasprettur og mikilvægur sigur Skyliners sem er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.
Jón Axel skoraði 15 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Frankfurt er enn í 9. sæti, aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.