Sport

Dagskráin í dag: Sófa laugardagur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fram stúlkur ferðast til Eyja í dag.
Fram stúlkur ferðast til Eyja í dag. vísir/hulda margrét

Þrettán beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag en flestir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Dagurinn hefst með leik Keflavík og ÍBV í Lengjubikar kvenna en flautað verður til leiks klukkan 11.50 í Reykjaneshöllinni. Fylkir og Leiknir mætast svo í Lengjubikar karla klukkan 13.50.

Í Olís deild kvenna er það leikur ÍBV og Fram klukkan 16.05 en klukkan 19.20 er það svo Grill 66 deildin er Víkingur og HK mætast í toppslag.

Það er svo nóg af fótbolta í dag; Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og fleira til er hægt að finna í einum af fjölmörgum beinum útsendingum dagsins.

Allar beinar útsendingar helgarinnar sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.