Bakslag í öryggismálum sjómanna Drífa Snædal skrifar 5. mars 2021 15:31 Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en nú eru fimm mánuðir liðnir frá þessu glæpsamlega athæfi. Samkvæmt sjómannalögum ber skipstjóri nær alla ábyrgð um borð en hafa skal í huga að lögin eru miðuð út frá þeim veruleika að fjarskipti voru lítil sem engin við útgerð. Í dag eru skipstjórar iðulega í miklum samskiptum við útgerðina í landi varðandi ákvarðanir um borð og nær óhugsandi að útgerðin hafi ekki verið meðvituð um stöðuna og verið með í ráðum. Engu að síður gengur þessi tiltekni skipstjóri fram fyrir skjöldu og axlar ábyrgð en útgerðin er laus allra mála. Dómurinn yfir skipstjóranum er svo í engu samræmi við alvarleika málsins þar sem hann er sviptur skipstjóraréttindum í fjóra mánuði en heldur réttinum til að vera stýrimaður á meðan. Stýrimaður leysir skipstjóra af og því hefur þessi dómur nær engin áhrif á hvorki skipstjóra né útgerð. Eftir sitja sjómenn í þeirri stöðu að yfirmenn þeirra og atvinnurekendur leggja þá í stórhættu, útgerðin þarf enga ábyrgð að taka og skipstjórinn er snupraður af dómstólum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund líðan þessara skipverja, traust þeirra til atvinnurekanda og upplifun af öryggi við vinnu. Til að bíta höfuðið af skömminni var umræddur skipstjóri mættur um borð í síðustu veiðiferð, nú í stöðu yfirstýrimanns. Þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna er sjómennska nú, eftir sem áður, með hættulegri störfum sem Íslendingar vinna. Starfið eitt og sér er hættusamt og algjörlega óásættanlegt að nú hafi bæst við einn stóralvarlegur áhættuþáttur fyrir sjómenn, þ.e. að þeir geti átt von á að lífi og heilsu sé stefnt í hættu með slæmum ákvörðunum skipstjóra og/eða útgerðar. Við erum komin áratugi aftur í tímann þar sem sjómenn þurfa í alvöru að berjast fyrir lágmarks öryggi og ekki verður séð að útgerð né samtök útgerðarmanna setji líf og heilsu fram yfir gróða. Þessu máli er ekki lokið og munu stéttarfélög þeirra sjómanna sem í hlut eiga áfram standa með þeim til að ná einhverri sanngirni og réttlæti. Það mun ASÍ líka gera. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Drífa Snædal Vinnumarkaður Sjávarútvegur Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en nú eru fimm mánuðir liðnir frá þessu glæpsamlega athæfi. Samkvæmt sjómannalögum ber skipstjóri nær alla ábyrgð um borð en hafa skal í huga að lögin eru miðuð út frá þeim veruleika að fjarskipti voru lítil sem engin við útgerð. Í dag eru skipstjórar iðulega í miklum samskiptum við útgerðina í landi varðandi ákvarðanir um borð og nær óhugsandi að útgerðin hafi ekki verið meðvituð um stöðuna og verið með í ráðum. Engu að síður gengur þessi tiltekni skipstjóri fram fyrir skjöldu og axlar ábyrgð en útgerðin er laus allra mála. Dómurinn yfir skipstjóranum er svo í engu samræmi við alvarleika málsins þar sem hann er sviptur skipstjóraréttindum í fjóra mánuði en heldur réttinum til að vera stýrimaður á meðan. Stýrimaður leysir skipstjóra af og því hefur þessi dómur nær engin áhrif á hvorki skipstjóra né útgerð. Eftir sitja sjómenn í þeirri stöðu að yfirmenn þeirra og atvinnurekendur leggja þá í stórhættu, útgerðin þarf enga ábyrgð að taka og skipstjórinn er snupraður af dómstólum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund líðan þessara skipverja, traust þeirra til atvinnurekanda og upplifun af öryggi við vinnu. Til að bíta höfuðið af skömminni var umræddur skipstjóri mættur um borð í síðustu veiðiferð, nú í stöðu yfirstýrimanns. Þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna er sjómennska nú, eftir sem áður, með hættulegri störfum sem Íslendingar vinna. Starfið eitt og sér er hættusamt og algjörlega óásættanlegt að nú hafi bæst við einn stóralvarlegur áhættuþáttur fyrir sjómenn, þ.e. að þeir geti átt von á að lífi og heilsu sé stefnt í hættu með slæmum ákvörðunum skipstjóra og/eða útgerðar. Við erum komin áratugi aftur í tímann þar sem sjómenn þurfa í alvöru að berjast fyrir lágmarks öryggi og ekki verður séð að útgerð né samtök útgerðarmanna setji líf og heilsu fram yfir gróða. Þessu máli er ekki lokið og munu stéttarfélög þeirra sjómanna sem í hlut eiga áfram standa með þeim til að ná einhverri sanngirni og réttlæti. Það mun ASÍ líka gera. Góða helgi, Drífa
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun