Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Olís og Domin­os deildunum á­samt nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjarnan verður á skjám landsmanna í kvöld.
Stjarnan verður á skjám landsmanna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Stórleikir í Olís deild karla sem og Dominos deild karla ásamt Dominos Körfuboltakvöldi. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Við sýnum beint frá enska og spænska boltanum ásamt Dominos deild karla í körfubolta og Olís deild karla í handbolta.

Stöð 2 Sport

Haukar taka á móti Þór Þorlákshöfn klukkan 18.10 í Olís deild karla. Gestirnir eru sem stendur með 16 stig og daðra við toppsæti deildarinnar á meðan heimamenn eru neðstir með aðeins fjögur stig. Það er þó stutt í næstu lið og heimamenn því á höttunum á eftir sigri í kvöld.

Klukkan 20.05 mætast Stjarnan og Valur í Dominos deild karla. Fer leikurinn fram í Garðabænum. Heimamenn eru líkt og Þór Þorlákshöfn í toppbaráttunni en gestirnir eru sem stendur ekki á leið í úrslitakeppnina.

Klukkan 22.00 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir alla leiki umferðarinnar í deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.40 er komið að leik Huddersfield Town og Cardiff City í ensku B-deildinni.

Stöð 2 Sport 3

Valencia tekur á móti Villareal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 19.50.

Stöð 2 Sport 4

ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum klukkan 18.50. Gestirnir eru á toppi Olís deildar karla sem stendur með 19 stig á meðan ÍBV er alla leið niðri í sjöunda sæti en þó aðeins þremur stigum frá öðru sæti enda deildin einkar þétt þessa dagana.

Golfstöðin

Klukkan 15.00 hefst Drive On Championship-mótið en það er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo komið að Arnold Palmer Invitational-mótinu en það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.