Haukar „lúffa“ í máli Hjálmars Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 10:00 Hjálmar Stefánsson, landsliðsmaðurinn öflugi, er orðinn leikmaður Vals eftir að hafa allan sinn feril hér á landi leikið með Haukum. vísir/bára Haukar munu ekkert aðhafast frekar vegna vistaskipta Hjálmars Stefánssonar, landsliðsmanns í körfubolta, til Vals. „Við erum búnir að reikna það út að það hefur ekkert upp á sig og bara áfram með smjörið,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Samningur Hjálmars við Hauka, sem staðfestur var af KKÍ, gilti til næsta sumars. Í samningnum var klásúla sem gerði honum kleyft að fara til erlends félags og það nýtti Hjálmar sér í ágúst síðastliðnum til að fara í atvinnumennsku, hjá Carabajosa á Spáni. Hjálmar sneri hins vegar aftur til Íslands á dögunum og gekk þá í raðir Vals. Hann spilaði 10 mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið, á mánudag, skoraði 3 stig og tók 3 fráköst, og verður væntanlega með gegn Stjörnunni annað kvöld. Geri fastlega ráð fyrir að okkur yrði dæmt í vil Haukar, sem sitja á botni Dominos-deildarinnar, sjá á eftir uppöldum, öflugum leikmanni en ætla ekki með málið fyrir héraðsdóm, öfugt við fyrri yfirlýsingar. „Þetta er tvískipt. Annars vegar eru reglur FIBA og svo íslensk lög. Hann er með löglegan samning við okkur sem gildir til maí 2021. Gagnvart FIBA er það hins vegar þannig að þegar við samþykkjum félagskiptin til Spánar þá skrifum við undir bréf þess efnis að Hjálmar hafi engar skuldbindingar til okkar, körfuboltalega séð. Þess vegna geta félagaskiptin gengið í gegn, þó hann sé samt sem áður með samning við okkur. FIBA tekur ekki tillit til þess,“ segir Bragi. „Ef að við færum í hart, með málið fyrir héraðsdóm, geri ég fastlega ráð fyrir því að okkur yrði dæmt í vil. Það myndi hins vegar ekki hafa neitt upp á sig. Héraðsdómur væri örugglega ekki búinn að dæma í því fyrr en við værum komin lengst inn í næsta tímabil. Það myndi hugsanlega hafa í för með sér einhver viðurlög gagnvart Hjálmari sjálfum, en hefði enga þýðingu fyrir okkur. Við munum því lúffa fyrir þessu,“ segir Bragi. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Sjá meira
Samningur Hjálmars við Hauka, sem staðfestur var af KKÍ, gilti til næsta sumars. Í samningnum var klásúla sem gerði honum kleyft að fara til erlends félags og það nýtti Hjálmar sér í ágúst síðastliðnum til að fara í atvinnumennsku, hjá Carabajosa á Spáni. Hjálmar sneri hins vegar aftur til Íslands á dögunum og gekk þá í raðir Vals. Hann spilaði 10 mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið, á mánudag, skoraði 3 stig og tók 3 fráköst, og verður væntanlega með gegn Stjörnunni annað kvöld. Geri fastlega ráð fyrir að okkur yrði dæmt í vil Haukar, sem sitja á botni Dominos-deildarinnar, sjá á eftir uppöldum, öflugum leikmanni en ætla ekki með málið fyrir héraðsdóm, öfugt við fyrri yfirlýsingar. „Þetta er tvískipt. Annars vegar eru reglur FIBA og svo íslensk lög. Hann er með löglegan samning við okkur sem gildir til maí 2021. Gagnvart FIBA er það hins vegar þannig að þegar við samþykkjum félagskiptin til Spánar þá skrifum við undir bréf þess efnis að Hjálmar hafi engar skuldbindingar til okkar, körfuboltalega séð. Þess vegna geta félagaskiptin gengið í gegn, þó hann sé samt sem áður með samning við okkur. FIBA tekur ekki tillit til þess,“ segir Bragi. „Ef að við færum í hart, með málið fyrir héraðsdóm, geri ég fastlega ráð fyrir því að okkur yrði dæmt í vil. Það myndi hins vegar ekki hafa neitt upp á sig. Héraðsdómur væri örugglega ekki búinn að dæma í því fyrr en við værum komin lengst inn í næsta tímabil. Það myndi hugsanlega hafa í för með sér einhver viðurlög gagnvart Hjálmari sjálfum, en hefði enga þýðingu fyrir okkur. Við munum því lúffa fyrir þessu,“ segir Bragi.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Sjá meira