Viðskipti innlent

Til­kynnt um tvær hóp­upp­sagnir í febrúar

Eiður Þór Árnason skrifar
Vinnumálastofnun var tilkynnt um metfjölda hópuppsagna á síðasta ári.
Vinnumálastofnun var tilkynnt um metfjölda hópuppsagna á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Vinnumálastofnun gefur ekki upp nöfn þeirra vinnuveitenda sem um ræðir en leiða má líkur að því að annar þeirra sé verslanakeðjan Geysir sem lokaði verslunum sínum um þar síðustu mánaðamót og sagði upp starfsfólki þeirra. Geysir rak þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi. 

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar en á árinu 2020 var alls tilkynnt um 141 hópuppsögn, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Hafa aldrei borist fleiri tilkynningar til Vinnumálastofnunar á einu ári.

11,6 prósent atvinnuleysi í janúar

Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% í desember en meðalfjölgun atvinnulausra var 527 í janúar. 

Vegna heimsfaraldursins er gert ráð fyrir að talsverð fækkun verði á vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins 2021 að sögn Vinnumálastofnunar og skýrir það allnokkra hækkun atvinnuleysis milli mánaða þrátt fyrir að atvinnulausum hafi ekki fjölgað að ráði. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum

Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,09
85
283.996
BRIM
1,35
3
109.672
VIS
1,28
9
171.521
FESTI
1,05
6
67.546
MAREL
1,04
20
220.169

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,97
8
76.322
KVIKA
-0,23
13
107.345
EIM
-0,17
9
48.735
SKEL
0
1
1.310
EIK
0
4
3.501
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.