Viðskipti innlent

Engar hóp­upp­sagnir í janúar

Atli Ísleifsson skrifar
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember.
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember. Vísir/Vilhelm

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og ellefu í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.

Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Var um mesta fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×