„Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð, bullandi eldgosahættu“ Atli Arason skrifar 1. mars 2021 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með heimsóknina á Reykjanesskaga í kvöld eftir tuttugu stiga tap gegn Keflavík. „Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör. Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjá meira
„Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör.
Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52