Hver verðskuldar þitt hrós? Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2021 11:09 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar