Manneskjur en ekki vinnuafl Drífa Snædal skrifar 26. febrúar 2021 15:01 Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun