Stefnan sem Ísland þarfnast Jason Steinþórsson skrifar 25. febrúar 2021 08:01 Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun