Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun