Lífið að veði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 19:31 Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun