Handbolti

Nancy staðfestir komu Elvars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson hinn sáttasti í læknisskoðun hjá Nancy.
Elvar Ásgeirsson hinn sáttasti í læknisskoðun hjá Nancy. facebook-síða nancy

Franska B-deildarliðið Nancy hefur staðfest félagaskipti Elvars Ásgeirssonar frá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart.

Vistaskiptin hafa legið í loftinu í nokkurn tíma eins og Vísir hefur greint frá.

Nú er búið að hnýta alla lausa enda og Elvar hefur skrifað undir samning við Nancy til loka næsta tímabils.

Mosfellingurinn gekk í raðir Stuttgart fyrir síðasta tímabils en fékk ekki mörg tækifæri hjá liðinu.

Nancy er í 4. sæti frönsku B-deildarinnar og á í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni.

Elvar gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nancy þegar liðið mætir Massy á föstudaginn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.