Handbolti

Elvar á leið til Frakklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson reynir að stöðva Andy Schmid í leik Stuttgart og Rhein-Neckar Löwen.
Elvar Ásgeirsson reynir að stöðva Andy Schmid í leik Stuttgart og Rhein-Neckar Löwen. getty/Uwe Anspach

Handboltamaðurinn Elvar Ásgeirsson er á leið til franska B-deildarliðsins Nancy frá Stuttgart í Þýskalandi samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Mosfellingurinn hefur leikið með Stuttgart undanfarið eitt og hálft tímabil. Hann hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í sókn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og aðeins skorað þrjú mörk.

Elvar er nú á förum til Nancy sem er í 3. sæti frönsku B-deildarinnar með sextán stig eftir ellefu umferðir.

Næsti leikur Nancy er gegn Cherbourg á heimavelli á sunnudaginn. Nancy tapaði fyrir Sarrebourg í gær, 26-25.

Stuttgart er í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Viggó Kristjánsson leikur með Stuttgart og er næstmarkahæstur í þýsku deildinni með 105 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.