Körfubolti

LaVine á lista með MJ eftir 38 stig í nótt en LeBron tapaði gegn gömlu fé­lögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron gefur eina af níu stoðsendingum sínum í nótt.
LeBron gefur eina af níu stoðsendingum sínum í nótt. Meg Oliphant/Getty Images

Fimm leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt en Miami gerði frægðarför til Los Angeles þar sem þeir sóttu sigur gegn heimamönnum í Lakers og LaVine skráði sig í sögubækurnar með Chicago.

Miami gaf tóninn strax í fyrsta leikhlutanum sem þeir unnu 36-23 en þeir unnu leikinn þó að lokum bara með tveimur stigum eftir mikinn spennu fjórða leikhluta, 96-94.

LeBron James hafði þokkalega hægt um sig gegn sínum gömlu félögum en hann lék með Miami 2010 til 2014. LeBron gerði nítján stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Zach LaVine hefur leikið á als oddi í undanförnum leikjum með Chicago. Hann gerði 38 stig er Chicago vannn átta stiga sigur á Sacramento í nótt, 122-114.

LaVine hefur þar af leiðandi gert 26 stig eða meira í síðustu átta leikjum. Hefur hann gert 281 stig í leikjunum átta og sá eini með svo mörg í átta leikjum í röð er goðsögnin Michael Jordan.

Damian Lillard gerði 35 stig er Portland tapaði 118-111 fyrir Washington og Terry Rozier var lykillinn í að Charlotte vann 102-100 sigur á Golden State. Hann gerði 36 stig.

Úrslit næturinnar:

Golden State - Charlotte 100-102

Miami - LA Lakers 96-95

Sacramento - Chicago 114-122

Phoenix - Memphis 128-97

Washington - Portland 118-111


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×