Körfubolti

Martin flottur í Evrópusigri á risunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leiknum í kvöld.
Martin í leiknum í kvöld. Juan Navarro/Getty

Martin Hermannsson átti fínan leik er Valecnia vann ellefu stiga sigur, 89-78, á Real Madrid í evrópsku körfuboltadeildinni EuroLeague í kvöld.

Valencia tók frumkvæðið í fyrsta leikhluta og var svo tuttugu stigum yfir í hálfleik 55-35. Gestirnir frá Madríd söxuðu á forystuna en sigur Valencia aldrei í hættu.

Martin, sem getur ekki spilað með íslenska landsliðinu um þessar mundir vegna anna með Valencia, skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á átján mínútum.

Valencia er eftir annan sigurinn í röð í EuroLeague komið í níunda sætið en Real Madrid er í fjórða sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.