Líf og dauði íslensks landbúnaðar - 3. hluti Högni Elfar Gylfason skrifar 18. febrúar 2021 11:01 Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug. Í kjölfarið virðast flestir “sótraftar hafa verið á sjó dregnir” af hálfu talsmanna galopins og óhefts innflutnings landbúnaðarvara.Þannig hefur talsmaður Félags atvinnurekenda (lesist Félags innflytjenda) verið duglegur að skrifa um þessi mál, þrátt fyrir að um flest fari hann með hálfsannleik og/eða fleipur auk þess að skauta óskammfeilið framhjá ýmsum staðreyndum. Gamall draugur úr háskólasamfélaginu sem ber titil hagfræðiprófessors hefur verið endurlífgaður og ræðst af sinni alkunnu “snilld” á íslenska framleiðslu í sveitum landsins veifandi þeim “sannleika” sem hentar málstaðnum og styður við fyrirframgefna niðurstöðu hans. Síðast en ekki síst ber að nefna að svo virðist sem forstjóri hinnar virtu Samkeppnisstofnunar sé loks kominn út úr skápnum með skoðanir sínar og sé genginn í lið með Félagi atvinnurekenda. Allavega er erfitt að skilja yfirlýsingar hans og aðdáunarhróp í garð félagsins á fundi nýverið öðruvísi. Hvernig forstjóranum mun takast að sannfæra ráðherrra málaflokksins, þingmenn og þjóðina um hlutleysi sitt í starfi eftir áðurnefndar yfirlýsingar á eftir að koma í ljós, en upphlaupið hlýtur að vera íhugunarefni fyrir pólitíkina. Ekki verður rætt um stöðu landbúnaðar á Íslandi án þess að ræða stöðu innflutnings og smásöluverslunar í sömu andrá. Reyndar er sú staða einmitt það sem Félag atvinnurekenda vill forðast að ræða í samhengi. Þó geta allir séð í hendi sér að annað hefur áhrif á hitt. Þannig er tómt mál að tala hátíðlega út um annað munnvikið um stuðning við íslenskan landbúnað á meðan innflutningur er stóraukinn og tollar lækkaðir í sífellu og það þrátt fyrir að skortur sé á fólki til að neyta alls þessa innflutnings ofan á innlendu framleiðsluna. Ef stjórnmálamenn vilja að landbúnaður gangi upp hér á landi þarf að gera eins og aðrar þjóðir, það er að takmarka innflutning og tengja hann við raunverulega þörf markaðarins í stað þess að hann miðist við gróðasjónarmið stórverslunarinnar. Svo er einkennilegt til þess að hugsa að á meðan forstjóri Samkeppnisstofnunar talar gegn hagræðingu og samvinnu hjá afurðastöðvum í kjötvinnslu og reyndar öllum landbúnaði, er hér á landi allt að því einokun á sviði innflutnings og smásöluverslunar með matvöru. Ef sú staða er á einhvers ábyrgð, þá er það einmitt Samkeppnisstofnun sem hana ber og títtnefndur forstjóri. Svo er það nú einmitt þannig að græðgi eigenda þessarar einokunarverslunar hérlendis er það sem er að drepa íslenska framleiðslu. Þannig virðist sem forstjóri Samkeppnisstofnunar sé dottinn úr stereó og spili bara í mono. Á síðustu misserum hefur tiltölulega lítill hópur fólks unnið markvisst að því að tala niður íslenskan landbúnað. Það hefur ýmist verið gert í nafni umhverfisverndar eða á þeim grunni að sumum finnist óeðlilegt að borða kjöt og þá um leið að öllum öðrum eigi að finnast það líka. Svo langt hefur verið gengið í áróðrinum gegn innlendri framleiðslu að nú hefur íslenskt verkfræðifyrirtæki smíðað smáforrit sem allir geta stimplað inn í og fengið svar um kolefnislosun viðkomandi matvöru. Þannig virðist því nú haldið fram að hvergi í heiminum sé eins mikil mengun af landbúnaði og hér á landi og að minni mengun hljótist af því að flytja matvöru heimshorna á milli þar sem flutningurinn hafi svo lítil áhrif á mengunina.Hvergi er sagt frá því hvernig þessar niðurstöður eru fengnar né hvaða forsendur eru fyrir útreikningunum. Það er af og frá að allir hlutir séu sjálfkrafa staðreynd aðeins vegna þess að háskólagengnir “sérfræðingar” hafi komist að niðurstöðunni. Það er nefnilega þannig að það er hægt að reikna sig til hvaða niðurstöðu sem er. Það er val á forsendum og notkun þeirra sem ræður miklu um útkomuna og alls ekkert sjálfgefið að það sé neitt vísindalegt við hana. Til að gefa hugmynd úr allt annarri átt um hvað ég á við væri kannski hægt að segja litla sanna sögu: Fyrir allmörgum árum var spurt á prófi í grunnskóla hver mismunurinn væri á massa eplis eftir því hvort það væri á jörðinni eða tunglinu. Einn nemendanna svaraði samkvæmt því sem fjölskyldumeðlimur hafði sagt honum, að massinn væri sá sami á báðum stöðum. Kennarinn gaf rangt fyrir svarið í samræmi við það sem í kennslubókinni stóð.Þar með er þó ekki öll sagan sögð þar sem fjölskyldumeðlimur nemandans var ekki sáttur við að hafa valdið lakari einkunn með ráðleggingum sínum og hafði samband við kennarann. Þeir rökræddu málið og urðu svo sammála um að rangt væri farið með í kennslubókinni þar sem massinn getur aldrei orðið mismunandi, heldur væri það þyngd eplisins sem breyttist þar sem mismikið þyngdarafl væri á jörðinni og tunglinu. Þannig er vel mögulegt að rökræða þurfi gefnar forsendur bakvið kolefnisútreikninga verkfræðifyrirtækisins til að fá réttari niðurstöðu og í raun alveg bráðnauðsynlegt að það verði gert opinskátt svo ekki séu falsfréttir af kolefnisspori hinna ýmsu matvæla í umferð. Það er öllum hollt að stunda gagnrýna rökhugsun og trúa ekki athugunarlaust öllu sem sagt er og skrifað. Til að mynda skrifar undirritaður þessa grein út frá sínum skoðunum og því sem hann telur vera staðreyndir mála. Því er ekki úr vegi að næst þegar þú lest eða hlustar á fréttir, skoðanapistla eða annað á netinu eða í hefðbundnu fjölmiðlunum, að taka öllu með fyrirvara. Ef til vill þarfnast viðkomandi málefni frekari rökræðna til að rétt niðurstaða fáist.Það er líka mikilvægt að komast sjálfur að niðurstöðu í stað þess að trúa í blindni á handhafa sannleikans, en hann er víða að finna í þjóðfélaginu. Góðar stundir. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Högni Elfar Gylfason Tengdar fréttir Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00 Líf eða dauði íslensks landbúnaðar - 2. hluti Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. 7. febrúar 2021 12:00 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug. Í kjölfarið virðast flestir “sótraftar hafa verið á sjó dregnir” af hálfu talsmanna galopins og óhefts innflutnings landbúnaðarvara.Þannig hefur talsmaður Félags atvinnurekenda (lesist Félags innflytjenda) verið duglegur að skrifa um þessi mál, þrátt fyrir að um flest fari hann með hálfsannleik og/eða fleipur auk þess að skauta óskammfeilið framhjá ýmsum staðreyndum. Gamall draugur úr háskólasamfélaginu sem ber titil hagfræðiprófessors hefur verið endurlífgaður og ræðst af sinni alkunnu “snilld” á íslenska framleiðslu í sveitum landsins veifandi þeim “sannleika” sem hentar málstaðnum og styður við fyrirframgefna niðurstöðu hans. Síðast en ekki síst ber að nefna að svo virðist sem forstjóri hinnar virtu Samkeppnisstofnunar sé loks kominn út úr skápnum með skoðanir sínar og sé genginn í lið með Félagi atvinnurekenda. Allavega er erfitt að skilja yfirlýsingar hans og aðdáunarhróp í garð félagsins á fundi nýverið öðruvísi. Hvernig forstjóranum mun takast að sannfæra ráðherrra málaflokksins, þingmenn og þjóðina um hlutleysi sitt í starfi eftir áðurnefndar yfirlýsingar á eftir að koma í ljós, en upphlaupið hlýtur að vera íhugunarefni fyrir pólitíkina. Ekki verður rætt um stöðu landbúnaðar á Íslandi án þess að ræða stöðu innflutnings og smásöluverslunar í sömu andrá. Reyndar er sú staða einmitt það sem Félag atvinnurekenda vill forðast að ræða í samhengi. Þó geta allir séð í hendi sér að annað hefur áhrif á hitt. Þannig er tómt mál að tala hátíðlega út um annað munnvikið um stuðning við íslenskan landbúnað á meðan innflutningur er stóraukinn og tollar lækkaðir í sífellu og það þrátt fyrir að skortur sé á fólki til að neyta alls þessa innflutnings ofan á innlendu framleiðsluna. Ef stjórnmálamenn vilja að landbúnaður gangi upp hér á landi þarf að gera eins og aðrar þjóðir, það er að takmarka innflutning og tengja hann við raunverulega þörf markaðarins í stað þess að hann miðist við gróðasjónarmið stórverslunarinnar. Svo er einkennilegt til þess að hugsa að á meðan forstjóri Samkeppnisstofnunar talar gegn hagræðingu og samvinnu hjá afurðastöðvum í kjötvinnslu og reyndar öllum landbúnaði, er hér á landi allt að því einokun á sviði innflutnings og smásöluverslunar með matvöru. Ef sú staða er á einhvers ábyrgð, þá er það einmitt Samkeppnisstofnun sem hana ber og títtnefndur forstjóri. Svo er það nú einmitt þannig að græðgi eigenda þessarar einokunarverslunar hérlendis er það sem er að drepa íslenska framleiðslu. Þannig virðist sem forstjóri Samkeppnisstofnunar sé dottinn úr stereó og spili bara í mono. Á síðustu misserum hefur tiltölulega lítill hópur fólks unnið markvisst að því að tala niður íslenskan landbúnað. Það hefur ýmist verið gert í nafni umhverfisverndar eða á þeim grunni að sumum finnist óeðlilegt að borða kjöt og þá um leið að öllum öðrum eigi að finnast það líka. Svo langt hefur verið gengið í áróðrinum gegn innlendri framleiðslu að nú hefur íslenskt verkfræðifyrirtæki smíðað smáforrit sem allir geta stimplað inn í og fengið svar um kolefnislosun viðkomandi matvöru. Þannig virðist því nú haldið fram að hvergi í heiminum sé eins mikil mengun af landbúnaði og hér á landi og að minni mengun hljótist af því að flytja matvöru heimshorna á milli þar sem flutningurinn hafi svo lítil áhrif á mengunina.Hvergi er sagt frá því hvernig þessar niðurstöður eru fengnar né hvaða forsendur eru fyrir útreikningunum. Það er af og frá að allir hlutir séu sjálfkrafa staðreynd aðeins vegna þess að háskólagengnir “sérfræðingar” hafi komist að niðurstöðunni. Það er nefnilega þannig að það er hægt að reikna sig til hvaða niðurstöðu sem er. Það er val á forsendum og notkun þeirra sem ræður miklu um útkomuna og alls ekkert sjálfgefið að það sé neitt vísindalegt við hana. Til að gefa hugmynd úr allt annarri átt um hvað ég á við væri kannski hægt að segja litla sanna sögu: Fyrir allmörgum árum var spurt á prófi í grunnskóla hver mismunurinn væri á massa eplis eftir því hvort það væri á jörðinni eða tunglinu. Einn nemendanna svaraði samkvæmt því sem fjölskyldumeðlimur hafði sagt honum, að massinn væri sá sami á báðum stöðum. Kennarinn gaf rangt fyrir svarið í samræmi við það sem í kennslubókinni stóð.Þar með er þó ekki öll sagan sögð þar sem fjölskyldumeðlimur nemandans var ekki sáttur við að hafa valdið lakari einkunn með ráðleggingum sínum og hafði samband við kennarann. Þeir rökræddu málið og urðu svo sammála um að rangt væri farið með í kennslubókinni þar sem massinn getur aldrei orðið mismunandi, heldur væri það þyngd eplisins sem breyttist þar sem mismikið þyngdarafl væri á jörðinni og tunglinu. Þannig er vel mögulegt að rökræða þurfi gefnar forsendur bakvið kolefnisútreikninga verkfræðifyrirtækisins til að fá réttari niðurstöðu og í raun alveg bráðnauðsynlegt að það verði gert opinskátt svo ekki séu falsfréttir af kolefnisspori hinna ýmsu matvæla í umferð. Það er öllum hollt að stunda gagnrýna rökhugsun og trúa ekki athugunarlaust öllu sem sagt er og skrifað. Til að mynda skrifar undirritaður þessa grein út frá sínum skoðunum og því sem hann telur vera staðreyndir mála. Því er ekki úr vegi að næst þegar þú lest eða hlustar á fréttir, skoðanapistla eða annað á netinu eða í hefðbundnu fjölmiðlunum, að taka öllu með fyrirvara. Ef til vill þarfnast viðkomandi málefni frekari rökræðna til að rétt niðurstaða fáist.Það er líka mikilvægt að komast sjálfur að niðurstöðu í stað þess að trúa í blindni á handhafa sannleikans, en hann er víða að finna í þjóðfélaginu. Góðar stundir. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00
Líf eða dauði íslensks landbúnaðar - 2. hluti Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. 7. febrúar 2021 12:00
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun