Líf eða dauði íslensks landbúnaðar - 2. hluti Högni Elfar Gylfason skrifar 7. febrúar 2021 12:00 Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. Þar komu fram vangaveltur um gjörninga skattayfirvalda á Íslandi gagnvart innflutningi landbúnaðarafurða frá meginlandi Evrópu eða ef til vill stuðning þeirra við að komast hjá þeim leikreglum sem samið hefur verið um í gagnkvæmum samningum milli Íslands og ESB um sölu landbúnaðarafurða sín á milli. Einhver framvinda hefur orðið síðan þessi orð mín birtust á Vísi. Fram kom í fréttinni “Jurtaostur á hröðu undanhaldi”, sem Helgi Bjarnason blaðamaður birti þann 3. febrúar síðastliðinn í Morgunblaðinu, að innflutningur títtnefnds “Jurtaosts” sem að öllum líkindum var vara sem er að langmestu leyti unninn úr mjólk, hefur snarminnkað eftir uppljóstranir Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnisstjóra hjá Mjólkursamsölunni. Íslensk tollayfirvöld urðu uppvís að því að fara á skjön við sameiginlegar reglur Íslands og ESB, að því er virðist með það að markmiði að innflytjendur slyppu við rétt og eðlileg gjöld af innflutningnum. Eftir úrskurð Tolla og skattaskrifstofu Evrópusambandsins að um röng vinnubrögð íslenska tollsins væri að ræða, virðist þessi ostur aftur vera orðinn að venjulegum mjólkurosti sem hann auðvitað var alltaf í raun og ber því enn á ný þá tolla sem um var samið. Í fyrri grein minni birti ég ákall til þingmanna okkar á Alþingi Íslendinga, en þeir eru 63 talsins úr flestum stigum samfélagsins. Mér þótti rétt að höfða til samvisku þeirra um að gera sitt besta til að bjarga íslenskum landbúnaði frá algjöru hruni sem ég fæ ekki betur séð en að stefni hraðbyri í. Því miður hef ég ekki séð eða heyrt af neinum afrekum úr þeirri átt sem komið gætu að notum í þeirri baráttu síðan áeggjan mín fór á prent. Það verður þó ekki komist hjá að benda á að svo virðist sem ekki fari saman hljóð og mynd hjá hæstvirtum ráðherrum sem koma að málefnum greinarinnar. Skömmu eftir að landbúnaðarráðherra tillkynnti að framkvæmd útboða fyrir ESB-tollkvóta yrðu tímabundið færð til fyrri vegar í þeirri viðleitni að minnka tjón innlendrar framleiðslu vegna stóraukins innflutnings, skrifaði samráðherra hans í Utanríkisráðuneytinu og flokksbróðir upp á nýjan tollasamning við Bretland sem er nýgengið úr Evrópusambandinu. Sá samningur bætist við þann stóra tollasamning við ESB sem áfram er í gildi þrátt fyrir að Bretar séu ekki lengur þar inni og eykur þar með enn á vanda íslensks landbúnaðar. Fróðlegt væri að vita hvort ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur talist ekki við eða hvort þetta hafi verið þeirra sameiginlega ákvörðun. Þá væri gaman að vita hvort ekki hafi verið talið að þessi nýtilkomni tollasamningur við Bretland kæmi samtökum bænda á Íslandi við og þeim því ekki gert kleift að skoða og tjá hug sinn um hann fyrir undirritun. Í 1.grein, 1.kafla Búvörulaga er greint frá tilgangi þeirra og er hann svohljóðandi: „Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu, f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.“ Í framhaldi af þessu spyr ég: 1. Taka ráðherrar ekki mið af texta laganna né heldur stöðunni á innanlandsmarkaði þegar ákvörðun um að auka innflutning landbúnaðarvara er tekin? 2. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur stuðli að framförum og aukinni hagkvæmni í innlendri búvöruframleiðslu? 3. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur ofan á það mikla magn sem þegar er flutt til landsins geri það að verkum að framleiðsla búvara verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar? 4. Telja ráðherrar að kjör þeirra sem stunda íslenskan landbúnað verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta við aukinn innflutning ofan á það ástand sem nú þegar ríkir? 5. Telja ráðherrar ef til vill að kjör og afkoma íslenskra bænda og allra þeirra þúsunda sem í afleiddum störfum vinna sé ekki þeirra vandamál? 6. Eru gjörðir þessara ráðherra í samræmi við landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Að lokum langar mig að ítreka ákall mitt til ykkar, þingmanna þjóðarinnar. Það er undir ykkur komið að ákveða framtíð íslensks landbúnaðar og með því, dreifðra byggða um landið allt. Ég á ekki von á því að nokkurt ykkar vilji Ísland framtíðarinnar með eyðibýlum hvert sem litið er og flest litlu þorpin yfirgefin vegna þess að enga atvinnu er að hafa. Það yrði sorgleg niðurstaða, en því miður möguleg ef ekki er gripið í taumana hið fyrsta. Við bændur viljum bara lifa og starfa í sátt við menn, dýr og umhverfi. Við áttum okkur á því að sumir líta á starf okkar sem lífsstíl og er það í lagi, en við þurfum samt að hafa í okkur og á eins og aðrir í þjóðfélaginu. Ég trúi á þig kæri þingmaður… þú getur þetta. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Tengdar fréttir Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. Þar komu fram vangaveltur um gjörninga skattayfirvalda á Íslandi gagnvart innflutningi landbúnaðarafurða frá meginlandi Evrópu eða ef til vill stuðning þeirra við að komast hjá þeim leikreglum sem samið hefur verið um í gagnkvæmum samningum milli Íslands og ESB um sölu landbúnaðarafurða sín á milli. Einhver framvinda hefur orðið síðan þessi orð mín birtust á Vísi. Fram kom í fréttinni “Jurtaostur á hröðu undanhaldi”, sem Helgi Bjarnason blaðamaður birti þann 3. febrúar síðastliðinn í Morgunblaðinu, að innflutningur títtnefnds “Jurtaosts” sem að öllum líkindum var vara sem er að langmestu leyti unninn úr mjólk, hefur snarminnkað eftir uppljóstranir Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnisstjóra hjá Mjólkursamsölunni. Íslensk tollayfirvöld urðu uppvís að því að fara á skjön við sameiginlegar reglur Íslands og ESB, að því er virðist með það að markmiði að innflytjendur slyppu við rétt og eðlileg gjöld af innflutningnum. Eftir úrskurð Tolla og skattaskrifstofu Evrópusambandsins að um röng vinnubrögð íslenska tollsins væri að ræða, virðist þessi ostur aftur vera orðinn að venjulegum mjólkurosti sem hann auðvitað var alltaf í raun og ber því enn á ný þá tolla sem um var samið. Í fyrri grein minni birti ég ákall til þingmanna okkar á Alþingi Íslendinga, en þeir eru 63 talsins úr flestum stigum samfélagsins. Mér þótti rétt að höfða til samvisku þeirra um að gera sitt besta til að bjarga íslenskum landbúnaði frá algjöru hruni sem ég fæ ekki betur séð en að stefni hraðbyri í. Því miður hef ég ekki séð eða heyrt af neinum afrekum úr þeirri átt sem komið gætu að notum í þeirri baráttu síðan áeggjan mín fór á prent. Það verður þó ekki komist hjá að benda á að svo virðist sem ekki fari saman hljóð og mynd hjá hæstvirtum ráðherrum sem koma að málefnum greinarinnar. Skömmu eftir að landbúnaðarráðherra tillkynnti að framkvæmd útboða fyrir ESB-tollkvóta yrðu tímabundið færð til fyrri vegar í þeirri viðleitni að minnka tjón innlendrar framleiðslu vegna stóraukins innflutnings, skrifaði samráðherra hans í Utanríkisráðuneytinu og flokksbróðir upp á nýjan tollasamning við Bretland sem er nýgengið úr Evrópusambandinu. Sá samningur bætist við þann stóra tollasamning við ESB sem áfram er í gildi þrátt fyrir að Bretar séu ekki lengur þar inni og eykur þar með enn á vanda íslensks landbúnaðar. Fróðlegt væri að vita hvort ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur talist ekki við eða hvort þetta hafi verið þeirra sameiginlega ákvörðun. Þá væri gaman að vita hvort ekki hafi verið talið að þessi nýtilkomni tollasamningur við Bretland kæmi samtökum bænda á Íslandi við og þeim því ekki gert kleift að skoða og tjá hug sinn um hann fyrir undirritun. Í 1.grein, 1.kafla Búvörulaga er greint frá tilgangi þeirra og er hann svohljóðandi: „Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu, f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.“ Í framhaldi af þessu spyr ég: 1. Taka ráðherrar ekki mið af texta laganna né heldur stöðunni á innanlandsmarkaði þegar ákvörðun um að auka innflutning landbúnaðarvara er tekin? 2. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur stuðli að framförum og aukinni hagkvæmni í innlendri búvöruframleiðslu? 3. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur ofan á það mikla magn sem þegar er flutt til landsins geri það að verkum að framleiðsla búvara verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar? 4. Telja ráðherrar að kjör þeirra sem stunda íslenskan landbúnað verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta við aukinn innflutning ofan á það ástand sem nú þegar ríkir? 5. Telja ráðherrar ef til vill að kjör og afkoma íslenskra bænda og allra þeirra þúsunda sem í afleiddum störfum vinna sé ekki þeirra vandamál? 6. Eru gjörðir þessara ráðherra í samræmi við landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Að lokum langar mig að ítreka ákall mitt til ykkar, þingmanna þjóðarinnar. Það er undir ykkur komið að ákveða framtíð íslensks landbúnaðar og með því, dreifðra byggða um landið allt. Ég á ekki von á því að nokkurt ykkar vilji Ísland framtíðarinnar með eyðibýlum hvert sem litið er og flest litlu þorpin yfirgefin vegna þess að enga atvinnu er að hafa. Það yrði sorgleg niðurstaða, en því miður möguleg ef ekki er gripið í taumana hið fyrsta. Við bændur viljum bara lifa og starfa í sátt við menn, dýr og umhverfi. Við áttum okkur á því að sumir líta á starf okkar sem lífsstíl og er það í lagi, en við þurfum samt að hafa í okkur og á eins og aðrir í þjóðfélaginu. Ég trúi á þig kæri þingmaður… þú getur þetta. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin
Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun