„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 10:00 Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun