Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 James Harden átti frábæran leik gegn Phoenix Suns. getty/Christian Petersen Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira