Handbolti

Dramatískur sigur KA í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
KA menn gátu leyft sér að fagna í kvöld. 
KA menn gátu leyft sér að fagna í kvöld.  vísir/hulda margrét

KA gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Eyja er þeir unnu 29-28 sigur á heimamönnum í Olís-deild karla í kvöld.

Það var kraftur í gestunum sem komust í 4-2 en allt var jafnt, 5-5, eftir tíu mínútna leik.

Gestirnir voru skrefi á undan, allt þangað til skömmu fyrir hálfleik, er heimamenn komust yfir í fyrsta sinn og leiddu 16-15 í hálfleik.

Sama jafnræðið var með liðunum undan lok leiksins og allt var jafnt þangað til á síðustu sekúndum leiksins.

Patrekur Stefánsson skoraði sigurmark KA fimm sekúndum fyrir leikslok en Eyjamenn vildu dæmdan ruðning.

Lokatölur 29-28 sigur KA sem er með níu stig, jafnt ÍBV og Fram, í sjötta til áttunda sætinu.

Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu sjö mörk og þeir Arnór Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson fjögur.

Jóhann Geir Sævarsson og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu sex mörk hvor. Áki Egilnes skoraði fimm mörk og þeir Jón Heiðar Sigurðsson og Patrekur Stefánsson gerðu fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×