„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið. Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31
Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00