Handbolti

Sebastian: Það sem við ætluðum að gera á móti Haukum virkar líka á Selfoss

Sebastian Alexandersson.
Sebastian Alexandersson. vísir/vilhelm

Sebastian Alexandersson og hans lærisveinar í Fram unnu stórkostlegan sigur á heitu liði Selfoss. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu og var það krafturinn og viljinn í Fram liðinu sem landaði stigunum tveimur að lokum.

„Það er hægt að færa rök fyrir því að leikplanið okkar í kvöld gekk fullkomlega upp, við lokuðum á sterkustu áherslurnar í leik Selfoss sem er mjög erfitt og er mikil orka sem fer í það en við náðum að rúlla liðinu vel,” sagði Basti kátur og bætti við að þeir ætluðu að skora 25 mörk og fá á sig færri sem gekk nokkurn vegin upp,

Sebastian hrósar sínu liði í hástert og talar um að þessi leikur snérist ekki um hvað þyrfti að loka á í liði Selfoss heldur var það varnarleikur þeirra sem þeir löguðu frá því liðið spilaði seinast á móti Haukum.

„Varnarleikurinn var miklu betri í þessum leik heldur en á móti Haukum, Haukarnir spiluðu okkur úr varnar hugmyndafræðinni Fram en við héldum henni í kvöld því vill svo til að hún virkar líka á móti Selfoss.”

Það var lítið skorað í fyrri hálfleik hjá báðum liðum og hefur það oft verið einkennis merki Fram á tímabilinu að skora lítið í fyrri hálfleik.

„Sóknarleikur liðsins er allur að koma til og er að taka stigvaxandi framförum, við spiluðum góðan sóknarleik á móti Haukum þó færa nýtingin hefði mátt vera betri sem við löguðum í kvöld þar sem allir sem komu inná skiluðu góðu framlagi og héldu leikskipulagi vel.”

Að lokum var Basti ánægður með karakter liðsins og talar um að heimavöllur Fram er þeirra einkennis merki og er liðið að leggja meira á sig þegar það mætir á heimavöllinn sinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×