Körfubolti

Durant fékk sigur, knús og myndband í endurkomunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Draymond Green og Durant fallast í faðma í nótt er Durant snéri aftur til Wariiors þar sem hann lék á árunum 2016 til 2019.
Draymond Green og Durant fallast í faðma í nótt er Durant snéri aftur til Wariiors þar sem hann lék á árunum 2016 til 2019. Thearon W. Henderson/Getty Images

Kevin Durant snéri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt er Brooklyn Nets vann sigur á Golden State Warriors á útivelli, 134-117.

Það voru ekki áhorfendur sem tóku á móti Durant en fyrrum liðsfélagar hans tóku á móti honum með faðmlögum og öðru til heyrandi.

Það var hins vegar Durant og félagar sem höfðu sigurinn í miklum stigaleik. Lokatölur 134-117 en Durant sjálfur gerði tuttugu stig.

James Harden bætti við nítján stigum og sextán stoðsendingum en stigahæstur stjörnuliðs Brooklyn var Kyrie Irving með 23 stig.

Stephen Curry var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Warriors. Hann gerði 27 stig.

Philadelphia 76ers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt er liðið mætti Phoenix Suns. Phoenix hafði betur 120-111.

Stórleikur Joel Embiid dugði ekki til í nótt. Embiid fór á kostum í liði Philadelphia og gerði 35 stig og tók átta fráköst en Devin Booker gerði 36 fyrir Phoenix.

Öll úrslit næturinnar:

Philadelphia - Phoenix 111-120

Indiana - Atlanta 125-113

Houston - New York 99-121

Brooklyn - Golden State 134-117

Miami - Utah 94-112


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×