Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 11:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili með FH. fh Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk. Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk.
Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira