NBA dagsins: Kyrie Irving sakar liðið sitt um meðalmennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Kyrie Irving og James Harden í tapleiknum á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Það voru miklar væntingar gerðar til liðs Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta eftir að James Harden fullkomnaði þríeykið með þeim Kyrie Irving og Kevin Durant. Tapleikirnir hafa hins vegar safnast óvænt upp og það gengur sérstaklega illa í leikjunum sem liðið á að vinna. Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira