NBA dagsins: Kyrie Irving sakar liðið sitt um meðalmennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Kyrie Irving og James Harden í tapleiknum á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Það voru miklar væntingar gerðar til liðs Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta eftir að James Harden fullkomnaði þríeykið með þeim Kyrie Irving og Kevin Durant. Tapleikirnir hafa hins vegar safnast óvænt upp og það gengur sérstaklega illa í leikjunum sem liðið á að vinna. Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira