Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Alexandra Briem skrifar 9. febrúar 2021 20:31 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Alexandra Briem Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar