Handbolti

Mörk Sig­valda skiptu sköpum gegn Porto

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk í tveggja marka sigri Kielce gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur leiksins 32-30.

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk í tveggja marka sigri Kielce gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur leiksins 32-30.

Segja má að Sigvaldi Björn og samherjar hans í Kielce hafi lagt portúgalska landsliðið í kvöld en fjöldi leikmanna Porto er í portúgalska landsliðinu sem vakti mikla athygli á HM í handbolta sem fram fór í Egyptalandi í janúar.

Kielce hófu leikinn af miklum krafti og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-14. Gestirnir frá Portúgal bitu frá sér í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiks en Kielce hélt út og landaði mikilvægum sigri, lokatölur 32-30.

Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk í liði Kielce en Alex Dujshebaev var markahæstur í liði heimamanna með tíu mörk.

Með sigrinum fer Kielce á topp riðilsins með sigri kvöldsins. Liðið er nú með 15 stig eftir níu leiki, líkt og Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×