Innlent

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa á Reyðarfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá undirrituninni. Í fremstu röð sitja f.v. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Smári Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli. Samninganefndin stendur þeim að baki auk Tors Arne Berg forstjóra Fjarðaáls.
Frá undirrituninni. Í fremstu röð sitja f.v. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Smári Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli. Samninganefndin stendur þeim að baki auk Tors Arne Berg forstjóra Fjarðaáls. Alcoa

Starfsfólk Alcoa á Reyðarfirði er komið með nýjan kjarasamning við fyrirtækið til næstu þriggja ára. Samningurinn var undirritaður á Reyðarfirði í dag á milli Alcoa Fjarðaáls og starfsmanna fyrirtækisins sem tilheyra Afli stéttarfélagi og Rafiðnaðarsambandi Íslands. Samningurinn er afturvirkukr frá 1. mars 2020.

Í tilkynningu frá Alcoa kemur fram að helstu breytingar í nýjum samningi séu launahækkanir og vinnutímastytting, hvort tveggja í líkingu við það sem samið hefur verið um nýlega hjá hinum íslensku álverunum tveimur og í samræmi við Lífskjarasamninginn.

Tor Arne Berg, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segist í tilkynningu vera ánægður með að samningurinn sé í höfn og að hann feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk Fjarðaáls auk þess sem hann bæti jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem sé mikilvæg breyta fyrir fjölbreyttan vinnustað. Tor segir einnig að þrátt fyrir að samningaferlið hafi verið langt, ekki síst vegna aðstæðna sem COVID-19 skapaði, þá hafi samskipti við verkalýðsfélögin verið góð og að aðstoðin frá Ríkissáttasemjara hafi hjálpað við að ná niðurstöðu.

Næstu skref séu að kynna samninginn formlega fyrir starfsfólki sem síðan greiðir um hann atkvæði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.