NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 15:31 Giannis Antetokounmpo er óárennilegur. Hann nýtti skotin sín vel í nótt og hefur sleppt því að reyna sig utan þriggja stiga línunnar eftir að hafa klikkað á fjórum þristum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku. Getty/Jared C. Tilton Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021
NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31