Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Þórarinn Ingi Pétursson Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun