Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag en þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, voru einnig á fundinum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira