Eiga stúdentar ekki betra skilið? Isabel Alejandra Díaz skrifar 30. janúar 2021 10:30 Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Það var vinna sem mennta- og menningarmálaráðuneytinu þótti skynsöm og leiddi það til samstarfs á þriðju könnun ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta, en það samstarf lofaði mjög góðu. Sú könnun var send út 14. maí og stóð yfir til 26. maí og sýndu niðurstöður hennar 38.9% atvinnuleysi meðal stúdenta þvert á skóla landsins. Atvinnuleysið mældist jafn hátt og í annarri könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl sem ráðinu þótti mikið áhyggjuefni. Þetta kallaði á aðgerðir sem yrðu að grípa allan stúdentahópinn: atvinnuleysisbætur. Þrátt fyrir að umrædd könnun hafi verið yfirfarin af ráðuneytinu áður en hún var send út, voru niðurstöðurnar ekki álitnar alvarlegar vegna þess að við, stúdentahreyfingarnar, unnum hana. Við furðuðum okkur ekki endilega á gagnrýninni, uppbyggileg gagnrýni á alltaf rétt á sér, en það var athyglisvert að hún væri að koma eftir að könnunin var send út og unnið úr niðurstöðum hennar. Stjórnmálafræðingurinn í mér leitaði í fræðin og sömuleiðis ráðgjafar frá fyrrum leiðbeinendum og var niðurstaðan sú að stúdentahreyfingarnar stæðu sig raunar vel við að vinna það verk sem stjórnvöld unnu ekki. Samt sem áður ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að senda út fjórðu könnunina til að fá raunverulegar tölur og fékk óháðan aðila til að framkvæma hana. Staða stúdenta kortlögð, eða hvað? Fjórða könnunin náði yfir tímabilið 29. maí til 11. júní en ráðuneytið hefur ekki enn formlega birt niðurstöður hennar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Stúdentaráðs. Ég get þó sagt frá því að atvinnuleysi stúdenta mældist 16.2% í júní samkvæmt þeirri könnun. Vinnumálastofnun hafði opnað fyrir umsóknir í sumarstörf þann 26. maí þannig að það var viðbúið að niðurstöðurnar myndu sýna að staða stúdenta hefði skánað. Tölurnar sýndu minnkað hlutfall atvinnulausra og betri líðan stúdenta, sem var mjög jákvætt. Hins vegar var enn atvinnuleysi meðal stúdenta og þótti Stúdentaráði réttast að athuga betur hvers vegna það væri og sömuleiðis hvað væri hægt að gera betur. Töfin á að birta niðurstöðurnar gaf ekki góð fyrirheit um hver staða námsmanna hafi í raun verið. Nú höfum við í höndunum takmarkaðar upplýsingar um sumarið 2020, í þeim skilningi að okkur er ókunnugt hvaða stúdentar voru að baki þessum 16.2%. Segja má að það hafi ekki gefist tækifæri til að kanna það betur, þó ekki vegna þess að Stúdentaráð þrýsti ekki á það — sem það gerði allt liðlangt sumarið, heldur var ekki tekið undir áhyggjur okkar og brugðist við. Upplýsingar liggja fyrir en engin viðbrögð Þann 16. júní, fimm dögum eftir að umræddri könnun lauk, sendi félagsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúdenta. Í tilkynningunni segir: „Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur.“ Eins og fyrr segir, þá lágu fyrir upplýsingar hjá stjórnvöldum um 16.2% atvinnuleysi meðal stúdenta á þessum sama tíma. Í samskiptum Stúdentaráðs við stjórnvöld gagnrýndi ráðið framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar þar sem af þessum 16.2% voru dregin af 6.5%, sem voru þau sem ætluðu í sumarnám, og svo önnur 0.5% sem höfðu þegar fengið boð um starf. Þannig var meiningin að sýna fram á að aðeins 9.2% stúdenta væru atvinnulausir. Það gat ekki staðist. Að fara í sumarnám er með engu móti það sama og að eiga starf sér til framfærslu. Af þessum sem ætluðu í sumarnám voru líka 10.5% sem sögðust ætla að vera á námslánum samhliða. Það er skuldsetning. Atvinnuleysi mældist enn meðal stúdenta og þörf var á viðbrögðum. Hafi bæði ráðuneytin verið viss um að ekki hefði náðst að manna sumarstörfin vegna þess að allt námsfólk væri komið með vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta niðurstöður fjórðu könnunarinnar. Þessi sumarstörf voru vel að merkja ætluð bæði framhaldsskólanemum og háskólanemum sem samanlagt voru rúmlega 30 þúsund talsins. Flest þeirra beindust að rannsóknartengdum verkefnum í Háskóla Íslands, hjá opinberum stofnunum og ráðuneytum, og kröfðu umsækjendur oftar en ekki um að hafa lokið ákveðnum árangri í háskólanámi. Vandamálið var því ekki að skortur væri á námsfólki til að manna störfin, heldur endurspeglaði framboðið ekki þann stóra hóp sem námsfólk myndar: bóknema, iðnnema, listnema o.s.frv. Stúdentaráð taldi strax í mars að störfin myndu ekki grípa alla og ofangreindir punktar færa rök fyrir því. Af fjölda skráninga í sumarnám mátti að auki álykta að stúdentar hafi kosið að fara í nám í eitt misseri til viðbótar frekar en að bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Stúdentaráð óskaði ítrekað eftir því að niðurstöður fjórðu könnunarinnar yrðu birtar. Við litum fyrst og fremst svo á að stjórnvöldum væri skylt að upplýsa stúdenta um niðurstöðurnar, samhliða því að boða markvissar aðgerðir. Í öðru lagi töldum við ljóst að það yrði að huga að öllum stúdentum og ganga úr skugga um að enginn væri skilinn eftir. Alveg sama þó um væri að ræða tíu, hundrað eða þúsund manns. Stjórnvöld sögðust ætla að grípa alla og þeim bar að standa við það. Það loforð á eftir að efna og það verður að gera, því stúdentar eiga betra skilið. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar eiga betra skilið from Stúdentaráð on Vimeo. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Það var vinna sem mennta- og menningarmálaráðuneytinu þótti skynsöm og leiddi það til samstarfs á þriðju könnun ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta, en það samstarf lofaði mjög góðu. Sú könnun var send út 14. maí og stóð yfir til 26. maí og sýndu niðurstöður hennar 38.9% atvinnuleysi meðal stúdenta þvert á skóla landsins. Atvinnuleysið mældist jafn hátt og í annarri könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl sem ráðinu þótti mikið áhyggjuefni. Þetta kallaði á aðgerðir sem yrðu að grípa allan stúdentahópinn: atvinnuleysisbætur. Þrátt fyrir að umrædd könnun hafi verið yfirfarin af ráðuneytinu áður en hún var send út, voru niðurstöðurnar ekki álitnar alvarlegar vegna þess að við, stúdentahreyfingarnar, unnum hana. Við furðuðum okkur ekki endilega á gagnrýninni, uppbyggileg gagnrýni á alltaf rétt á sér, en það var athyglisvert að hún væri að koma eftir að könnunin var send út og unnið úr niðurstöðum hennar. Stjórnmálafræðingurinn í mér leitaði í fræðin og sömuleiðis ráðgjafar frá fyrrum leiðbeinendum og var niðurstaðan sú að stúdentahreyfingarnar stæðu sig raunar vel við að vinna það verk sem stjórnvöld unnu ekki. Samt sem áður ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að senda út fjórðu könnunina til að fá raunverulegar tölur og fékk óháðan aðila til að framkvæma hana. Staða stúdenta kortlögð, eða hvað? Fjórða könnunin náði yfir tímabilið 29. maí til 11. júní en ráðuneytið hefur ekki enn formlega birt niðurstöður hennar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Stúdentaráðs. Ég get þó sagt frá því að atvinnuleysi stúdenta mældist 16.2% í júní samkvæmt þeirri könnun. Vinnumálastofnun hafði opnað fyrir umsóknir í sumarstörf þann 26. maí þannig að það var viðbúið að niðurstöðurnar myndu sýna að staða stúdenta hefði skánað. Tölurnar sýndu minnkað hlutfall atvinnulausra og betri líðan stúdenta, sem var mjög jákvætt. Hins vegar var enn atvinnuleysi meðal stúdenta og þótti Stúdentaráði réttast að athuga betur hvers vegna það væri og sömuleiðis hvað væri hægt að gera betur. Töfin á að birta niðurstöðurnar gaf ekki góð fyrirheit um hver staða námsmanna hafi í raun verið. Nú höfum við í höndunum takmarkaðar upplýsingar um sumarið 2020, í þeim skilningi að okkur er ókunnugt hvaða stúdentar voru að baki þessum 16.2%. Segja má að það hafi ekki gefist tækifæri til að kanna það betur, þó ekki vegna þess að Stúdentaráð þrýsti ekki á það — sem það gerði allt liðlangt sumarið, heldur var ekki tekið undir áhyggjur okkar og brugðist við. Upplýsingar liggja fyrir en engin viðbrögð Þann 16. júní, fimm dögum eftir að umræddri könnun lauk, sendi félagsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúdenta. Í tilkynningunni segir: „Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur.“ Eins og fyrr segir, þá lágu fyrir upplýsingar hjá stjórnvöldum um 16.2% atvinnuleysi meðal stúdenta á þessum sama tíma. Í samskiptum Stúdentaráðs við stjórnvöld gagnrýndi ráðið framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar þar sem af þessum 16.2% voru dregin af 6.5%, sem voru þau sem ætluðu í sumarnám, og svo önnur 0.5% sem höfðu þegar fengið boð um starf. Þannig var meiningin að sýna fram á að aðeins 9.2% stúdenta væru atvinnulausir. Það gat ekki staðist. Að fara í sumarnám er með engu móti það sama og að eiga starf sér til framfærslu. Af þessum sem ætluðu í sumarnám voru líka 10.5% sem sögðust ætla að vera á námslánum samhliða. Það er skuldsetning. Atvinnuleysi mældist enn meðal stúdenta og þörf var á viðbrögðum. Hafi bæði ráðuneytin verið viss um að ekki hefði náðst að manna sumarstörfin vegna þess að allt námsfólk væri komið með vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta niðurstöður fjórðu könnunarinnar. Þessi sumarstörf voru vel að merkja ætluð bæði framhaldsskólanemum og háskólanemum sem samanlagt voru rúmlega 30 þúsund talsins. Flest þeirra beindust að rannsóknartengdum verkefnum í Háskóla Íslands, hjá opinberum stofnunum og ráðuneytum, og kröfðu umsækjendur oftar en ekki um að hafa lokið ákveðnum árangri í háskólanámi. Vandamálið var því ekki að skortur væri á námsfólki til að manna störfin, heldur endurspeglaði framboðið ekki þann stóra hóp sem námsfólk myndar: bóknema, iðnnema, listnema o.s.frv. Stúdentaráð taldi strax í mars að störfin myndu ekki grípa alla og ofangreindir punktar færa rök fyrir því. Af fjölda skráninga í sumarnám mátti að auki álykta að stúdentar hafi kosið að fara í nám í eitt misseri til viðbótar frekar en að bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Stúdentaráð óskaði ítrekað eftir því að niðurstöður fjórðu könnunarinnar yrðu birtar. Við litum fyrst og fremst svo á að stjórnvöldum væri skylt að upplýsa stúdenta um niðurstöðurnar, samhliða því að boða markvissar aðgerðir. Í öðru lagi töldum við ljóst að það yrði að huga að öllum stúdentum og ganga úr skugga um að enginn væri skilinn eftir. Alveg sama þó um væri að ræða tíu, hundrað eða þúsund manns. Stjórnvöld sögðust ætla að grípa alla og þeim bar að standa við það. Það loforð á eftir að efna og það verður að gera, því stúdentar eiga betra skilið. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar eiga betra skilið from Stúdentaráð on Vimeo. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar