Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. janúar 2021 12:00 Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Slæm lagaleg staða sjávarspendýra var dregin mjög skýrt fram í skýrslu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, svokallaðri villidýraskýrslu, árið 2013. Þar var lagt til að semja ný villidýralög og byggja þar á helstu meginreglum umhverfisréttar og alþjóðasamningum á sviði náttúruverndar. Skýrsluhöfundar voru mjög skýrir í afstöðu sinni þegar kom að sjávarspendýrum: Langbesta leiðin til að bæta úr lagalegri stöðu sela og hvala væri að fella öll sjávarspendýr undir ný villidýralög. Það myndi ekki útiloka sjálfbærar nytjar þeirra – ekki frekar en annarra dýra sem lögin ná til og heimilt er að veiða – en myndi tryggja að meginreglur umhverfisréttar næðu til þeirra. Seinna, seinna, segir umhverfisráðherra Í síðustu viku mælti umhverfis- og auðlindaráðherra loks fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þar er mikið byggt á þeim faglega grunni sem liggur fyrir í villidýraskýrslunni, fyrir utan það veigamikla atriði að í frumvarpinu er ekki lagt til að láta lögin ná utan um sjávarspendýr. Þegar ég spurði umhverfis- og auðlindaráðherra út í ástæður þessa, þá sagðist hann vera hjartanlega sammála því að sjávarspendýr ættu að heyra undir lögin sem hann var að mæla fyrir. Það hefði einfaldlega ekki náðst samstaða um það á milli ráðuneyta, en sér þætti það eðlilegt „næsta skref“. Sama var uppi á teningnum 2012, þegar verkefni færðust innan stjórnarráðsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytið var búið til. Þá þótti ekki tímabært að færa sjávarspendýr yfir til umhverfisráðuneytisins, sem þó fjallar um öll önnur villt spendýr á landinu. Það þótti frekar eðlilegt sem næsta skref. Tafarökin héldu mögulega vatni fyrir níu árum, en í dag getur umhverfis- og auðlindaráðherra ekki sætt sig við að velferð sjávarspendýra sé „bara næst“. Ekkert þarf að laga, segir sjávarútvegsráðherra Í þessari viku spurði ég sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út í hans afstöðu og hvernig hann sæi fyrir sér að bæta lagarammann utan um sjávarspendýrin ef ekki með því að fella þau undir ný villidýralög. Þar kom í ljós að ráðherrann hefur engin áform um að endurskoða löggjöf um hvali eða seli í sínu ráðuneyti, enda telur hann óþarfa að hafa áhyggjur af stöðu sjávarspendýra – vegna þess að tillögur Hafró um nýtingu hvala byggi á bestu fáanlegum gögnum. Þarna horfir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra algjörlega framhjá faglegum niðurstöðu villidýraskýrslunnar og talar þvert gegn því sem kom fram hjá umhverfis- og auðlindaráðherra örfáum dögum áður. Lagalegt tómarúm í málefnum sela og hvala er staðreynd og það veldur oft vandræðum. Það stóð t.d. í veginum þegar þurfti að friða landsel sérstaklega, en hann hefur undanfarin ár lent á válista Náttúrufræðistofnunar, og kemur í veg fyrir að hvalaskoðunarfyrirtækjum sé gert að setja sér umgengnisreglur um dýrin í sinni starfsemi. Grjóthörð afstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins byggir ekki á bestu fáanlegu gögnum heldur varnarstöðu um hvalveiðar, hverfandi og ósjálfbæra atvinnugrein. Hliðarverkunin er sú að allt annað í kringum sjávarspendýr hefur verið vanrækt áratugum saman. Alþingi og almenningur þurfa að klára málið Ný villidýralög verða næstu vikurnar til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – og öllum heimilt að senda inn umsögn á vef Alþingis. Af viðbrögðum ráðherranna tveggja að dæma, þá þarf Alþingi að leysa vandann sem reyndist ríkisstjórninni ofviða. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk ekki pólitískan stuðning til að leggja fram fullburða frumvarp til villidýralaga, enda þykir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekkert þurfa að lagfæra. Það er mikilvægt að þingið fái skýr skilaboð frá almenningi, sérfræðingum og dýraverndarsinnum um að klára verkefnið sem ríkisstjórnin réð ekki við: Komum hvölum og selum inn í villidýralög. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Dýr Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Sjá meira
Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Slæm lagaleg staða sjávarspendýra var dregin mjög skýrt fram í skýrslu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, svokallaðri villidýraskýrslu, árið 2013. Þar var lagt til að semja ný villidýralög og byggja þar á helstu meginreglum umhverfisréttar og alþjóðasamningum á sviði náttúruverndar. Skýrsluhöfundar voru mjög skýrir í afstöðu sinni þegar kom að sjávarspendýrum: Langbesta leiðin til að bæta úr lagalegri stöðu sela og hvala væri að fella öll sjávarspendýr undir ný villidýralög. Það myndi ekki útiloka sjálfbærar nytjar þeirra – ekki frekar en annarra dýra sem lögin ná til og heimilt er að veiða – en myndi tryggja að meginreglur umhverfisréttar næðu til þeirra. Seinna, seinna, segir umhverfisráðherra Í síðustu viku mælti umhverfis- og auðlindaráðherra loks fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þar er mikið byggt á þeim faglega grunni sem liggur fyrir í villidýraskýrslunni, fyrir utan það veigamikla atriði að í frumvarpinu er ekki lagt til að láta lögin ná utan um sjávarspendýr. Þegar ég spurði umhverfis- og auðlindaráðherra út í ástæður þessa, þá sagðist hann vera hjartanlega sammála því að sjávarspendýr ættu að heyra undir lögin sem hann var að mæla fyrir. Það hefði einfaldlega ekki náðst samstaða um það á milli ráðuneyta, en sér þætti það eðlilegt „næsta skref“. Sama var uppi á teningnum 2012, þegar verkefni færðust innan stjórnarráðsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytið var búið til. Þá þótti ekki tímabært að færa sjávarspendýr yfir til umhverfisráðuneytisins, sem þó fjallar um öll önnur villt spendýr á landinu. Það þótti frekar eðlilegt sem næsta skref. Tafarökin héldu mögulega vatni fyrir níu árum, en í dag getur umhverfis- og auðlindaráðherra ekki sætt sig við að velferð sjávarspendýra sé „bara næst“. Ekkert þarf að laga, segir sjávarútvegsráðherra Í þessari viku spurði ég sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út í hans afstöðu og hvernig hann sæi fyrir sér að bæta lagarammann utan um sjávarspendýrin ef ekki með því að fella þau undir ný villidýralög. Þar kom í ljós að ráðherrann hefur engin áform um að endurskoða löggjöf um hvali eða seli í sínu ráðuneyti, enda telur hann óþarfa að hafa áhyggjur af stöðu sjávarspendýra – vegna þess að tillögur Hafró um nýtingu hvala byggi á bestu fáanlegum gögnum. Þarna horfir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra algjörlega framhjá faglegum niðurstöðu villidýraskýrslunnar og talar þvert gegn því sem kom fram hjá umhverfis- og auðlindaráðherra örfáum dögum áður. Lagalegt tómarúm í málefnum sela og hvala er staðreynd og það veldur oft vandræðum. Það stóð t.d. í veginum þegar þurfti að friða landsel sérstaklega, en hann hefur undanfarin ár lent á válista Náttúrufræðistofnunar, og kemur í veg fyrir að hvalaskoðunarfyrirtækjum sé gert að setja sér umgengnisreglur um dýrin í sinni starfsemi. Grjóthörð afstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins byggir ekki á bestu fáanlegu gögnum heldur varnarstöðu um hvalveiðar, hverfandi og ósjálfbæra atvinnugrein. Hliðarverkunin er sú að allt annað í kringum sjávarspendýr hefur verið vanrækt áratugum saman. Alþingi og almenningur þurfa að klára málið Ný villidýralög verða næstu vikurnar til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – og öllum heimilt að senda inn umsögn á vef Alþingis. Af viðbrögðum ráðherranna tveggja að dæma, þá þarf Alþingi að leysa vandann sem reyndist ríkisstjórninni ofviða. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk ekki pólitískan stuðning til að leggja fram fullburða frumvarp til villidýralaga, enda þykir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekkert þurfa að lagfæra. Það er mikilvægt að þingið fái skýr skilaboð frá almenningi, sérfræðingum og dýraverndarsinnum um að klára verkefnið sem ríkisstjórnin réð ekki við: Komum hvölum og selum inn í villidýralög. Höfundur er alþingismaður.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun