LeBron er frá Ohio og lék með Cleveland 2003-10 og 2014-18. Hann leiddi Cleveland Cavaliers til NBA-meistaratitils 2016.
Fyrir fyrsta leik sinn í Cleveland í tvö ár heimsótti LeBron ættingja sína og fór í mat til mömmu sinnar.
„Það var gott að koma aftur í athvarfið sitt og vera heima,“ sagði LeBron eftir leikinn.
Mömmumaturinn virðist fara farið vel í LeBron sem átti stórleik í nótt. Hann var sérstaklega góður í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig, fleiri en allt Cleveland-liðið. LeBron hitti úr níu af tíu skotum sínum í 4. leikhluta og setti meðal annars niður þrist nánast frá miðju vallarins.
LeBron hefur aldrei skorað meira gegn Cleveland á ferlinum þótt honum hafi jafnað gengið vel í leikjum gegn liðinu sem valdi hann númer eitt í nýliðavalinu 2003. LeBron hefur unnið fimmtán af sextán leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum.
Auk þess að skora 46 stig tók LeBron átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Hann hitti úr nítján af 26 skotum sínum, þar af sjö af ellefu fyrir utan þriggja stiga línuna. LeBron hefur aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum á ferlinum og á þessu tímabili, eða 41,2 prósent.
Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Lakers og Cleveland. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Dallas Mavericks og Denver Nuggets og Chicago Bulls og Boston Celtics og tíu flottustu tilþrif næturinnar.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.