NBA dagsins: Mömmumaturinn fór vel í LeBron sem setti 46 stig á gamla liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 14:31 LeBron James átti stórleik gegn gamla liðinu sínu, Cleveland Cavaliers. getty/Jason Miller LeBron James sýndi gamla liðinu sínu, Cleveland Cavaliers, enga miskunn þegar Los Angeles Lakers mætti til Ohio í gær. Hann skoraði 46 stig í 108-115 sigri Lakers. LeBron er frá Ohio og lék með Cleveland 2003-10 og 2014-18. Hann leiddi Cleveland Cavaliers til NBA-meistaratitils 2016. Fyrir fyrsta leik sinn í Cleveland í tvö ár heimsótti LeBron ættingja sína og fór í mat til mömmu sinnar. „Það var gott að koma aftur í athvarfið sitt og vera heima,“ sagði LeBron eftir leikinn. Mömmumaturinn virðist fara farið vel í LeBron sem átti stórleik í nótt. Hann var sérstaklega góður í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig, fleiri en allt Cleveland-liðið. LeBron hitti úr níu af tíu skotum sínum í 4. leikhluta og setti meðal annars niður þrist nánast frá miðju vallarins. LeBron hefur aldrei skorað meira gegn Cleveland á ferlinum þótt honum hafi jafnað gengið vel í leikjum gegn liðinu sem valdi hann númer eitt í nýliðavalinu 2003. LeBron hefur unnið fimmtán af sextán leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Auk þess að skora 46 stig tók LeBron átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Hann hitti úr nítján af 26 skotum sínum, þar af sjö af ellefu fyrir utan þriggja stiga línuna. LeBron hefur aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum á ferlinum og á þessu tímabili, eða 41,2 prósent. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Lakers og Cleveland. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Dallas Mavericks og Denver Nuggets og Chicago Bulls og Boston Celtics og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 26. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
LeBron er frá Ohio og lék með Cleveland 2003-10 og 2014-18. Hann leiddi Cleveland Cavaliers til NBA-meistaratitils 2016. Fyrir fyrsta leik sinn í Cleveland í tvö ár heimsótti LeBron ættingja sína og fór í mat til mömmu sinnar. „Það var gott að koma aftur í athvarfið sitt og vera heima,“ sagði LeBron eftir leikinn. Mömmumaturinn virðist fara farið vel í LeBron sem átti stórleik í nótt. Hann var sérstaklega góður í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig, fleiri en allt Cleveland-liðið. LeBron hitti úr níu af tíu skotum sínum í 4. leikhluta og setti meðal annars niður þrist nánast frá miðju vallarins. LeBron hefur aldrei skorað meira gegn Cleveland á ferlinum þótt honum hafi jafnað gengið vel í leikjum gegn liðinu sem valdi hann númer eitt í nýliðavalinu 2003. LeBron hefur unnið fimmtán af sextán leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Auk þess að skora 46 stig tók LeBron átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Hann hitti úr nítján af 26 skotum sínum, þar af sjö af ellefu fyrir utan þriggja stiga línuna. LeBron hefur aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum á ferlinum og á þessu tímabili, eða 41,2 prósent. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Lakers og Cleveland. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Dallas Mavericks og Denver Nuggets og Chicago Bulls og Boston Celtics og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 26. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31