Körfubolti

Martin spilaði lítið er Valencia vann tíunda leikinn í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin og félagar hafa unnið 10. leiki í röð í spænsku úrvalsdeildinni.
Martin og félagar hafa unnið 10. leiki í röð í spænsku úrvalsdeildinni. Romain Biard/Getty Images

Valencia vann stórsigur á Baskonia í spænsku úrvalsdeildinni í köfurbolta í kvöld. Martin Hermannsson skoraði fimm stig á tíu mínútum í þægilegum 83-61 sigri Valencia.

Eins ótrúlegt og það hljómar var Valencia undir eftir fyrsta leikhluta í kvöld, staðan þá 14-18 gestunum í vil. Eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum og skoruðu yfir 20 stig í þeim leikhlutum sem eftir voru af leiknum.

Endaði það með því að Valencia vann einkar öruggan 22 stiga sigur, lokatölur 83-61. Martin spilaði ekki nema um það bil einn leikhluta alls í mínútum talið í kvöld eða tíu talsins. Hann skoraði fimm stig og tók eitt frákast í leiknum.

Sigurinn kemur eilítið á óvart þar sem Valencia er í sjötta sæti deildarinnar á meðan Baskona er í fjórða sætinu. Valencia hefur verið á góðu skriði undanfarið og unnið tíu síðustu leiki sína í deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.