Körfubolti

Kefla­vík með fullt hús stiga eftir sigur á Val

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keflavík trónir á toppi Dominos-deildar kvenna með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum.
Keflavík trónir á toppi Dominos-deildar kvenna með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Val í Dominos-deild kvenna í kvöld, 87-83. Keflavík er á toppi deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum.

Segja má að frábær byrjun Keflavíkur hafi lagt grunninn að sigri dagsins. Heimastúlkur unnu fyrsta leikhluta 33-17 og var það eini leikhlutinn sem þær unnu í leiknum. Staðan í hálfleik var 51-41 Keflavík í vil.

Valur kom sér enn betur inn í leikinn í síðari hálfleik en náði því miður aldrei að ógna forystu Keflavíkur fyrr en undir lok leiks. Leiknum lauk því með sigri Keflavíkur, 87-83 en þetta var annað tap Vals í sex leikjum til þessa á leiktíðinni.

Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur með 37 stig. Hjá Val var Helena Sverrisdóttir með 26 stig ásamt því að taka 11 fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.