Handbolti

Þefaði af treyju Gísla Þorgeirs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Achraf Adli þefar af treyju Gísla Þorgeirs Kristjánssonar.
Achraf Adli þefar af treyju Gísla Þorgeirs Kristjánssonar.

Athygli vakti þegar Achraf Adli þefaði af treyju Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í leik Íslands og Marokkó á HM í Egyptalandi í gær.

Marokkómenn gengu hart fram í leiknum í gær, sem þeir töpuðu, 31-23, og fengu þrjú rauð spjöld fyrir gróf brot.

Adli beitti hins vegar öðrum brögðum eftir að hann stöðvaði Gísla í fyrri hálfleik. Eftir að hafa gripið Hafnfirðinginn þefaði hann af bakinu á treyju hans og virtist líka það ágætlega.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla, birti mynd af þessu sérstaka atviki á Twitter og sagðist geta vottað fyrir að lyktin af Gísla væri góð, allavega oftast nær.

Adli átti ekki sinn besta leik í gær. Hann skoraði tvö mörk úr sex skotum og fór illa með dauðafæri af línunni.

Gísli lék hins vegar vel, skoraði fimm mörk úr sex skotum og gaf auk þess fimm stoðsendingar.

Með sigrinum í gær tryggði Ísland sér sæti í milliriðli. Þar verða andstæðingar Íslendinga Svisslendingar, Frakkar og Norðmenn.

Fyrsti leikur Íslands í milliriðli er gegn Sviss klukkan 14:30 á morgun.


Tengdar fréttir

„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“

„Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld.

Getur allt gerst í milliriðlinum

„Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld.

Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig

Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna.

Síðan fæ ég högg beint í smettið

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.