„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:50 Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins gegn Marokkó og var vel að því kominn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. „Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó. HM 2021 í handbolta Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira