Körfubolti

Nýr Jón Arnór búinn að stimpla sig inn í Domino´s deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Sverrisson í leik með Njarðvíkingum. Hann átti frábæran leik í gærkvöldi.
Jón Arnór Sverrisson í leik með Njarðvíkingum. Hann átti frábæran leik í gærkvöldi. Vísir/Bára

Jón Arnór Sverrisson átti frábæran leik með Njarðvíkingum í dramatískum sigri í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi.

Jón Arnór var kominn til Breiðabliks í 1. deildinni þegar kórónuveiran hafði stoppað allt saman í október en kom aftur úr láni fyrr í þessum mánuði.

Njarðvíkingar þurftu heldur betur á framlagi hans að halda í gærkvöldi.

Það þekkja flestir hvað Jón Arnór Stefánsson hefur gert fyrir íslenska körfubolta en nú hefur nýr Jón Arnór skapað sér nafn í Domino´s deildinni.

Jón Arnór var með 25 stig á 28 mínútum af bekknum í gær og þurfti bara 13 skot til þess að skora þessi 25 stig. Hann var einnig með 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta og setti niður öll fimm vítin sín.

Jón Arnór var með tuttugu stig í seinni hálfleiknum en hann skoraði fjórtán stig á síðustu sjö mínútum venjulegs leiktíma (7 stig) og í framlengingu (7 stig).

Hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Jóni Arnóri í gær.

Klippa: Tilþrif frá Jóni Arnóri með Njarðvík í SíkinuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.